Framboð sjálfstæðismanna liggja fyrir

Átta einstaklingar taka þátt í skoðanakönnun hjá Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð vegna uppstillingar á lista flokksins fyrir bæjarstjórnakosningarnar í vor.

logo_xd.jpgFulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að standa fyrir skoðanakönnun áður en stillt verður upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar nú í vor.   Skoðanakönnunin er ekki bindandi og verður ekki gerð opinber en uppstillinganefnd mun hafa hana til hliðsjónar í vinnu sinni til að stilla upp framboðslista.

Þátttakendur eru:

Ásta K. Sigurjónsdóttir 730 Fjarðabyggð, sem sækist eftir 2. til 5. sæti.

Borghildur H. Stefánsdóttir 750 Fjarðabyggð, sem sækist eftir 7. til 12. sæti.

Guðlaug D. Andrésdóttir 735 Fjarðabyggð, sem sækist eftir 7. til 12. sæti.

Jens G. Helgason 735 Fjarðabyggð sem sækist eftir 1. sæti.

Óskar Hallgrímsson 750 Fjarðabyggð sem sækist eftir 3. til 6. sæti.

Sævar Guðjónsson 735 Fjarðabyggð sem sækist eftir 4. til 7. sæti.

Valdimar O. Hermannsson 740 Fjarðabyggð sem sækist eftir 1. sæti.

Þórður V. Guðmundsson 730 Fjarðabyggð sem sækist eftir 3. sæti.

Allir sem eru búsettir í Fjarðabyggð og eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn eða skrá sig í hann fyrir 20. febrúar geta tekið þátt í skoðanakönnuninni.   Skoðanakönnunin verður send út til allra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð 23. febrúar næstkomandi.  Gögnin þurfa að hafa borist skrifstofu flokksins eða uppstillinganefnd 3. mars næstkomandi.

Uppstillinganefnd skipa Jóhanna Hallgrímsdóttir, Agnar Bóasson, Andrés Elísson, Óðinn Magnason og Sindri Sigurðsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.