Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins staðfestur
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðurausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í apríl var staðfestur á kjördæmisþingi á Húsavík í gær. Ellefu konur og níu karlar eru á listanum. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður, skipar fyrsta sætið.
1. Kristján Þór Júlíusson, 55 ára, alþingismaður, Akureyri.
2. Valgerður Gunnarsdóttir, 57 ára, skólameistari Framhaldskólans á Laugum, Þingeyjarsveit.
3. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, 34 ára, verkefnastjóri hjá Austurbrú, Fjarðabyggð.
4. Jens Garðar Helgason, 36 ára, framkvæmdastjóri, Fjarðabyggð.
5. Erla S. Ragnarsdóttir, 45 ára, framhaldsskólakennari, Hafnarfirði.
6. Bergur Þorri Benjamínsson, 34 ára, viðskiptafræðingur, Akureyri.
7. Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir, 28 ára, stjórnmálafræðingur, Reykjavík.
8. Arnbjörg Sveinsdóttir, 57 ára, fyrrum alþingismaður og núverandi forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupsstaðar.
9. Njáll Trausti Friðbertsson, 43 ára, flugumferðarstjóri og formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar.
10. Björgvin Björgvinsson, 33 ára, framkvæmdastjóri, Dalvík.
11. Bergþóra Þórhallsdóttir, 49 ára, aðstoðarskólastjóri, Akureyri.
12. Soffía Björgvinsdóttir, 49 ára, sauðfjárbóndi í Garði, Þórshöfn.
13. Elín Káradóttir, 23 ára, háskólanemi, Fljótsdalshérað.
14. Heimir Örn Árnason, 33 ára, handboltaþjálfari og kennari, Akureyri.
15. Ingvar Leví Gunnarsson, 23 ára, háskólanemi, Akureyri.
16. María Björk Einarsdóttir, 23 ára, fjármálaráðgjafi, Fljótsdalshérað.
17. Páll Baldursson, 39 ára, sveitarstjóri, Breiðdalshrepp.
18. Emma Tryggvadóttir, 54 ára, hjúkrunarfræðingur, Vopnafirði.
19. Katrín Eymundsdóttir, 71 ára, athafnakona, Kelduhverfi.
20. Tómas Ingi Olrich, 70 ára, fyrrum ráðherra og sendiherra, Eyjafjarðarsveit.