Framboðslisti VG staðfestur

steingrimur_j_sigfusson_neskmai12.jpg
Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor var samþykktur á aukakjördæmisþingi hreyfingarinnar sem haldið var á Akureyri í dag. Formaðurinn Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þuríður Backman, sem hættir á þingi í vor, er í átjánda sæti.

Á þinginu var einnig samþykkt ályktun þar sem varað er við hugmyndum um einkavæðingu Landsvirkjunar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti í vikunni.

„Eign ríkisins á Landsvirkjun, sem fer með víðtæk réttindi til nýtingar orkuauðlinda, er mikilvæg forsenda þess og helsta trygging fyrir, að þjóðin fái í sinn hlut vaxandi arð á komandi árum, eins og fyrirtækið hefur boðað að sé í vændum. 

Einnig að rekstri fyrirtækisins verði hagað í samræmi við áherslur stjórnvalda í umhverfismálum og opinbera eigendastefnu.

Áform um að hefjast aftur handa við einkavæðingu af þessu tagi vekja furðu í ljósi biturrar reynslu þjóðarinnar af slíku. Vinstrihreyfingin-grænt framboð hefur staðið og mun standa vörð um eignarhald verðmætra ríkisfyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar ekkert lært.“

Framboðslistinn er svohljóðandi:

1. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra, Þistilfirði
2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Ólafsfirði
3. Edward H. Huijbens, forstöðumaður, Akureyri
4. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað
5. Þorsteinn Bergsson, bóndi, Fljótsdalshéraði
6. Sóley Björk Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur, Akureyri
7. Þorbjörn Rúnarsson, áfangastjóri, Egilsstöðum
8. Sigríður Hauksdóttir, tómstundafulltrúi, Húsavík
9. Kristjana Arngrímsdóttir, söngkona, Svarfaðardal
10. Cecil Haraldsson, sóknarprestur, Seyðisfirði
11. Björn Halldórsson, bóndi, Vopnafirði
12. Inga Margrét Árnadóttir, ferðaþjónustubóndi, Svalbarðsströnd 
13. Bjarni Þóroddsson, háskólanemi, Akureyri
14. Hildur Friðriksdóttir, háskólanemi, Akureyri
15. Andrés Skúlason, oddviti, Djúpavogi
16. Jana Salóme Jósepsdóttir, háskólanemi, Akureyri
17. Dagur Fannar Dagsson, hugvísindamaður, Akureyri
18. Þuríður Backman, alþingismaður,  Egilsstöðum
19. Guðmundur H. Sigurjónsson, verkamaður, Neskaupstað
20. Málmfríður Sigurðardóttir, fyrrv. alþingiskona, Akureyri

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.