Framkvæmdastjóraskipti hjá Þekkingarneti Austurlands
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. ágú 2011 15:11 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Guðrún Áslaug Jónsdóttir, verkefnastjóri, verður ráðin tímabundið sem framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands frá og með 1. september til ársloka. Guðrún gengdi áður starfi verkefnastjóra rannsókna hjá ÞNA. Stefanía G. Kristinsdóttir fráfarandi framkvæmdastjóri verður í hálfu starfi sem verkefnastjóri ÞNA á sama tímabili og hættir störfum um næstkomandi áramót.
Þessi breyting var samþykkt og staðfest á stjórnarfundi ÞNA fyrr í dag. Í yfirlýsingu stjórnarinnar segir að horfst sé til þess að stoðstofnanir á Austurlandi verði sameinaðar um áramót samanber vinnu og markmið starfshóps Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um stoðstofnanir. Verði af sameiningu mun framkvæmdastjóri sameinaðrar stofnunar taka við starfsemi ÞNA um áramót.