Framsókn framlengir
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. feb 2010 18:02 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð hefur framlengt frambosfrest til þátttöku í prófkjöri, vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor.
Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð auglýsti á dögunum eftir framboðum til þátttöku í opnu prófkjöri flokksins vegna bæjarstjórnakosninganna í vor. Prófkjörið fer fram 13. mars næstkomandi og frambðsfrestur var tilgreindur til 14. febrúar síðastliðinn. Nú hefur framboðsfresturinn verið framlengdur um viku, eða til 21. febrúar.
Fram kom í Svæðisútvarpinu í dag að Jón Björn Hákonarson á Norðfirði hafi ákveðið að gefa kost á sér til þátttöku í prófkjörinu.