Friðbjörn Haukur í heiðurssæti Framsóknar
Friðbjörn Haukur Guðmundsson bóndi á Hauksstöðum í Vopnafirði mun taka heiðurssæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framsóknarflokknum. Tilkynningin hljóðar svo: "Stjórn kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi hefur samþykkt eftirfarandi breytingu á lista flokksins vegna andláts Þórunnar Egilsdóttur, alþingismanns, sem skipaði heiðurssæti listans. Sæti hennar mun taka Friðbjörn Haukur Guðmundsson, bóndi Hauksstöðum Vopnafirði."
Mynd: Facebook.