Friðbjörn Haukur í heiðurssæti Framsóknar

Friðbjörn Haukur Guðmundsson bóndi á Hauksstöðum í Vopnafirði mun taka heiðurssæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framsóknarflokknum. Tilkynningin hljóðar svo: "Stjórn kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi hefur samþykkt eftirfarandi breytingu á lista flokksins vegna andláts Þórunnar Egilsdóttur, alþingismanns, sem skipaði heiðurssæti listans. Sæti hennar mun taka Friðbjörn Haukur Guðmundsson, bóndi Hauksstöðum Vopnafirði."

Mynd: Facebook.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.