Frumsýning á Línu Langsokk
Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir á morgun 5.nóvember barnaleikritið Línu Langsokk í hátíðarsalnum í Alþýðuskólanum á Eiðum. Karen Ósk Björnsdóttir og leikstjórn er í höndum Jóels Sæmundssonar.
Í nóvember mun Sjónarhóll sem sagt vera á Eiðum. Þar mun Lína vera með apa sinn herra Níels og hestinn. Hún er sjóræningjadóttir sem er prakkari en líka hjartahlý stúlka sem elur sig sjálf upp með harðri hendi. Lína á fulla tösku af gullpeningum og er sterkasta stelpa í heimi.
Þessi fræga og skemmtilega saga eftir Astrid Lindgren lifir í hugum okkar allra. Í fréttatilkynningu segir að sagan hafi orðið til á rúmstokki höfundar 1941 þegar dóttir hennar var lasin og hún stytti henni stundirnar með sögum af rauðhæðum ólátabelgi með freknur og stelpan skýrði hana Pippi, sem varð að Línu á íslensku. Leikfélagið segist vera stolt af því að setja þetta gamalkunna barnaleikrit á svið.
Eins og fram hefur komið er leikstjórnin í höndum Jóels Sæmundssonar. Tónlistarstjóri er Freyja Kristjánsdóttir og með hlutverk Línu Langsokkur sjálfrar fer Karen Ósk Björnsdóttir.
Mynd tekin af æfingu. Karen Ósk í hlutverki sínu. Mynd frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs