Fáskrúðsfirðingur nýr formaður ungra framsóknarmanna

asta_hlin_magnusdottir.jpgÁsta Hlín Magnúsdóttir var í dag kjörinn nýr formaður Sambands ungra framsóknarmanna (SUF). Ásta Hlín fékk 32 atkvæði eða 53%.

 

Mótframbjóðandi hennar, Ragnar Stefán Rögnvaldsson fékk 28 atkvæði eða 47%. Á kjörskrá voru 66, þar af greiddu 60 atkvæði.

Ásta Hlín er fædd árið 1989, kemur frá Fáskrúðsfirði og stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur verið starfandi formaður stjórnar SUF síðan í september.

Sambandsþing SUF hefur verið haldið á Egilsstöðum um helgina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.