Fáskrúðsfirðingur nýr formaður ungra framsóknarmanna
Ásta Hlín Magnúsdóttir var í dag kjörinn nýr formaður Sambands ungra framsóknarmanna (SUF). Ásta Hlín fékk 32 atkvæði eða 53%.
Mótframbjóðandi hennar, Ragnar Stefán Rögnvaldsson fékk 28 atkvæði eða 47%. Á kjörskrá voru 66, þar af greiddu 60 atkvæði.
Ásta Hlín er fædd árið 1989, kemur frá Fáskrúðsfirði og stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur verið starfandi formaður stjórnar SUF síðan í september.
Sambandsþing SUF hefur verið haldið á Egilsstöðum um helgina.