Fundað á Öxi: Snjómokstur ekki á ábyrgð eins sveitarfélags - Myndir

oxi_fundurjan11_web.jpgBæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps eru sammála um að Djúpavogshreppur eigi ekki eitt sveitarfélaga að bera kostnað af snjómokstri á veginum yfir Öxi. Ályktun þess efnis var samþykkt á sameiginlegum fundi á Merkjahrygg á Öxi seinasta föstudag.

 

Ályktunin er svohljóðandi:

„Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps fagna aukinni áherslu Vegagerðarinnar á þjónustu vegna Axarvegar og þeim samgöngubótum sem því fylgir fyrir fjórðunginn. Djúpavogur og Fljótsdalshérað tilheyra sama þjónustusvæði hvað varðar félagsþjónustu, málefni fatlaðra og brunavarnir.

oxi_fundurjan11_4_web.jpgGreiðar samgöngur um Axarveg eru því mikilvægar og til hagsbóta fyrir allt Austurland  og styttir akstursleiðina frá Reykjavík til Héraðs um 71 kílómetra með tilheyrandi sparnaði á ört hækkandi eldsneyti.

Af þessum sökum fæst ekki séð að sá snjómokstur geti verið á ábyrgð eins sveitarfélags öðrum fremur , hvað þá að ákvörðun þar um geti legið hjá Djúpavogshreppi. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps telja því  á engan hátt ásættanlegt að Djúpavogshreppi sé ætlað að standa straum af helmingi kostnaðar vegna snjómoksturs á Öxi samkvæmt breytingu sem nýlega var gerð á G-reglu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps beina því þeim tilmælum til ráðherra að hann hlutist til um að horfið verði frá kröfu um helmingagreiðslu  frá Djúpavogshreppi vegna snjómoksturs á Öxi eftir 5. janúar eins og gert er ráð fyrir í nýlegri breytingu á G-reglu Vegagerðarinnar.“

Myndir: Djúpavogshreppur, Andrés Skúlason.

oxi_fundurjan11_3_web.jpgoxi_fundurjan11_2_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar