Fundi um Hálendisþjóðgarð frestað
Vegna versnandi veðurspár hefur verið ákveðið að fresta kynningarfundi umhverfis- og auðlindaráðherra um frumvarp hans um Hálendisþjóðgarð sem halda átti á Egilsstöðum annað kvöld.Til stóð að ráðherrann færi af stað keyrandi norður í land í dag og yrði eystra seinni partinn á morgun. Veðurstofan hefur hins vegar gefið út gular viðvaranir fyrir landið allt fram til morguns og því verður ekki af fundunum.
Ný tímasetning hefur ekki verið ákveðin en verður auglýst á næstu dögum.
Gul viðvörun er í gildi fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði frá því klukkan 19 í kvöld til 8 í fyrramálið. Gert er ráð fyrir suðvestanstormi, 18-25 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll. Varasamt er að vera á ferðinni á ökutækjum sem taka á sig vind og fólk er hvatt til að huga að lausamunum.