Fundur um samgöngur og ferðamál á Borgarfirði á morgun

Opinn fundur um samgöngur og ferðamál verður haldinn á Hótel Álfheimum, Borgarfirði eystri, á morgun. Fundurinn hefst klukkan níu í fyrramálið og stendur fram yfir kaffi.

 

Um er að ræða kynningu á verkefni sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins og þeim lausnum sem kynntar verða til sögunnar í því verkefni. Þær miða að því að þróa sveigjanlegar samgöngur í takt við eftirspurn. Þannig er ætlunin að nýta farsímatækni og netið til að miðla upplýsingum í rauntíma.

Að auki er áhersla á að meta umhverfisáhrif samgangnanna til að höfða betur til viðskiptavina sem gera má ráð fyrir að hafi sterka umhverfisvitund.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem sækja heim dreifðar byggðir á norðurslóðum séu meðvitaðir um nauðsyn umhverfisverndar og því er þessi þáttur tvinnaður inn í þær lausnir sem er verið að þróa.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.