Fyrirlestur um einelti á Reyðarfirði

Liðsmenn samtakananna Jerico, sem berjast gegn einelti, standa fyrir fyrirlestri á Reyðarfirði á sunnudag.

 

Fyrirlestrararnir bera yfirskriftina: „Einelti á vinnustöðum, heimilum og skólum og sjálfsvíg, forvarnir og sorg“. („Bullying in Workplace, Home and School and Suicide Prevention and Grief").Fyrirlestrarnir eru á ensku og öllum að kostnaðarlausu.

Fyrirlesturinn á Reyðarfirði verður sunnudaginn 21. Mars klukkan 13:00-16:30 í Safnaðarhiemilinu. Tekið er á móti skráningu á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Fyrirlesarar eru séra Tony Byrne og systir Kathleen Maguire ætla að miðla þekkingu sinni og fræða um sína reynslu í þeirra starfi. Þau sinna námskeiðshaldi og fyrirlestrum sem snúa að uppbyggingu einstaklingsins og fjölskyldunnar. Fyrst og fremst reyna þau að gera fólk meðvitaðra um vandamálin sem við er að glíma og kenna hvernig best er að fást við vandamálin og horfast í augu við þau. Tony og Kathleen eiga áratuga langa reynslu að baki í starfi sínu og hafa víða farið.

Liðsmenn Jerico Landssamtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda, stofnuð 6. október 2008 eru vettvangur ráðgjafar, vinna að fræðslu og miðla þekkingu um málefni tengd einelti. Liðsmenn Jerico  eru frjáls félagasamtök sem starfa óháð stjórnmálaflokkum eða trúfélögum. Markmið samtakanna er að vekja athygli á afleiðingum eineltis ásamt því að vera athvarf fyrir þolendur og aðstandendur þeirra. www.jerico.is . Í íslenska þjóðfélaginu hafa áhyggjur aukist verulega varðandi þessa málaflokka og vakning hefur að sama skapi orðið í kjölfarið. Hvernig getum við verið betur á varðbergi og hvernig getum við brugðist við?

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar