Fyrrum FBI-maður leiddi tökulið sem leitaði ormsins
Bandarískt kvikmyndatökulið var við tökur í Fljótsdal í síðustu viku við leit að Lagarfljótsorminum. Til hópsins sást á árbökkum Jökulsár.
Um tuttugu manna hópur frá stöðinni hreiðraði um sig við Hrafnkelsstaði í síðustu viku. Hann mun hafa verið frá bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC sem heldur úti þætti sem ber heitið „Fact or Faked: Paranormal Files“
Hópurinn sérhæfir sig í að leita sannleikans að baki vinsælustu og furðulegustu myndböndunum sem sést hafa á internetinu. Myndband Hjartar Kjerúlf, bónda á Hrafnkelsstöðum, af Lagarfljótsorminum, sem um fimm milljónir manna hafa séð á YouTube, virðist hafa dregið Bandaríkjamennina til Íslands.
Ben Hansen, fyrrum sérsveitarmaður hjá FBI, er aðalstjórnandi þáttarins. Sá virðist hafa notið ferðarinnar austur. „Annar dagur með nýrri upplifun. Ég var að borða hreindýr og í gærkvöldi sá ég norðurljósin. ÓTRÚLEGT!" ritar hann á Twitter síðastliðinn þriðjudag en neitar að gefa upp hvar hann sé.
Ben Hansen, fyrrum sérsveitarmaður hjá FBI, er aðalstjórnandi þáttarins. Sá virðist hafa notið ferðarinnar austur. „Annar dagur með nýrri upplifun. Ég var að borða hreindýr og í gærkvöldi sá ég norðurljósin. ÓTRÚLEGT!" ritar hann á Twitter síðastliðinn þriðjudag en neitar að gefa upp hvar hann sé.