Fyrsta smitið staðfest á Austurlandi
Búið er að staðfesta að einstaklingur á Austurlandi hafi greinst smitaður af covid-19 veirunni.Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, í samtali við Austurfrétt.
Ekki fást nánari upplýsingar gefnar upp um smitið að svo stöddu. Fundur hófst hjá aðgerðastjórn nú klukkan 13:00.
Þar til í morgun var Austurland eini landshlutinn þar sem ekki hafði komið upp smit, samkvæmt tölum á upplýsingasíðu Almannavarna covid.is
Samkvæmt nýjustu upplýsingum þaðan eru 117 manns í sóttkví á Austurlandi.