Fyrstu dagarnir hafa farið í að kynnast starfsfólkinu

„Haustið leggst vel í mig og ég er mjög spenntur fyrir starfinu,“ segir Karl Óttar Pétursson, nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar, en hann kom til vinnu í síðustu viku.


Karl Óttar er 47 ára gamall og hefur undanfarin ár starfað sem forstöðumaður lögfræðisviðs Arion-banka. Hann er Austfirðingur hins vegar kunnur sem framkvæmdastjóri rokkhátíðarinnar Eistnaflugs en þeirri stöðu hefur hann gegnt frá árinu 2014. Hann tekur við starfinu af Páli Björgvini Guðmundssyni.

Karl Óttar hefur aðeins verið rúma viku að störfum. „Ég hef nú bara að mestu verið að kynnast starfsfólkinu, fyrst á bæjarskrifstofunni og svo hef ég verið að heimsækja skólana. Svo hafa verið ýmisskonar verkefni sem ég hef komið að á skrifstofunni.“

Aðspurður að helstu verkefnum haustsins segir Karl Óttar; „Ég á nú eftir að setja mig almennilega inn í það, en nú er að hefjast fjárhagsáætlanagerð og í þeirri vinnu á ég eftir að kynnast sveitarfélaginu vel og því mikla starfi sem þar fer fram. Fjarðabyggð er öflugt sveitarfélag, hér eru mörg stór fyrirtæki og því næga atvinnu að hafa. Nemendum fjölgar sífellt í leikskólum og grunnskólum sem gefur til kynna að unga fólkið vill búa í Fjarðabyggð.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.