Gæsluvarðhald framlengt í hnífsstungumáli
Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa sært annan lífshættulega með hnífi í Neskaupstað um miðjan júlí, hefur verið framlengt um fjórar vikur.Maðurinn var handtekinn að kvöldi 10. júlí, skömmu eftir árásina og upphaflega úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald daginn eftir. Landsréttur staðfesti síðan úrskurðinn.
Það varðhald rann út síðasta fimmtudag, 8. ágúst en hefur nú verið framlengt til 5. september.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi nýtti áfrýjaði hvorugur þeirra sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir tveimur vikum fyrir að reyna að smygla miklu magni fíkniefna með Norrænu í byrjun mánaðarins þeim dómi. Varðhald þeirra rennur því út í lok vikunnar.