Gæsluvarðhald framlengt í hnífsstungumáli

Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa sært annan lífshættulega með hnífi í Neskaupstað um miðjan júlí, hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Maðurinn var handtekinn að kvöldi 10. júlí, skömmu eftir árásina og upphaflega úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald daginn eftir. Landsréttur staðfesti síðan úrskurðinn.

Það varðhald rann út síðasta fimmtudag, 8. ágúst en hefur nú verið framlengt til 5. september.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi nýtti áfrýjaði hvorugur þeirra sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir tveimur vikum fyrir að reyna að smygla miklu magni fíkniefna með Norrænu í byrjun mánaðarins þeim dómi. Varðhald þeirra rennur því út í lok vikunnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.