Gæsluvarðhald framlengt í smyglmáli
Tveir karlmenn, sem handteknir voru við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 1. ágúst síðastliðinn með mikið magn fíkniefna í fórum sínum, hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald.Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi er rannsókn málsins viðamikil en miðar vel. Rannsóknin er unnin í samstarfi við tollgæsluna, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og erlend lögreglulið.
Ekki eru gefnar nánari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu.