Gæsluvarðhald framlengt í tveimur alvarlegum sakamálum austanlands
Lögreglan á Austurlandi hefur óskað eftir og fengið framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum sem grunaðir eru um alvarleg brot. Báðir aðilar verða í varðhaldi til loka þessa mánaðar.
Annars vegar er um að ræða lengt gæsluvarðhald vegna aðila á fimmtugsaldri grunaðan um aðild að dauða hjóna í Neskaupstað þann 22. ágúst í sumar. Mun þetta vera í þriðja sinn sem óskað er eftir framlengdu varðhaldi mannsins en ástæðan er að beðið er mikilvægra gagna í málinu erlendis frá.
Hins vegar mun einstaklingur grunaður um hrottafengna líkamsárás á sambýliskonu sína Vopnafirði um miðjan október þurfa að gista fangageymslur fram til 26. þessa mánaðar að minnsta kosti en upphaflega fór lögregla fram á gæsluvarðhald til 4. nóvember.
Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi, miðar rannsókn beggja mála vel og rannsóknunum ætti að óbreyttu að geta lokið í báðum málum áður en mánuðurinn er úti.