Orkumálinn 2024

Gáfu 660.000 krónur til Uppsala

Hjúkrunarheimilið Uppsalir á Fáskrúðsfirði fékk rausnarlega gjöf frá félögum í Spinning- og stöðvaþjálfun á Fáskrúðsfirði. Styrkurinn er afrakstur söfnunar sem að félagsskapurinn hrinti af stað.



Bróðurkærleikurinn er mikill þegar samfélagið tekur sig saman og þegar þörf er á. Sérstaklega á tímum sem þessum. Í gær var fjallaði Austurfréttir um ákall sem Hjúkrunarheimili Fjarðabyggar sendu frá sér sem skilaði sér svo sannarlega. Þeirri sögur er ekki lokið. 

„Við erum himinlifandi með afrakstur söfnunarinnar og að settu markmiði hafi verið náð. Við viljum þakka öllum þeim einstaklingum sem tóku þátt í söfnuninni sem og sérstaklega Félagi eldri borga fyrir þeirra framlag. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir lítið samfélag eins og Fáskrúðsfjörð að geta hlúð að öldruðum og sjúkum eins vel og kostur er í þeim aðstæðum sem eru uppi í þjóðfélaginu,“sagði Erla Björk Pálsdóttir ein af forsvarskonum Spinning- og stöðvaþjálfunar.

Styrkveitingin nýtist til nauðsynlegra tækjakaupa á heimilið en á dögunum sendi
hjúkrunarheimilið ákall til samfélagsins vegna nauðsynlegra tækjakaupa í kjölfar COVID19.

Spinning- og stöðvaþjálfun er óhagnaðardrifinn félagsskapur og hefur það að
markmiði að hvetja til hreyfingar í samfélaginu og láta gott af sér leiða.

Ástandið í þjóðfélaginu er óvenjulegt í ljósi þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna Covid19.

„Við finnum hins vegar fyrir mikilli samstöðu um allt land og þegar okkur bárust þær fregnir að skortur væri á súrefnisvélum á Dvalar og hjúkrunarheimilinu Uppsölum tókum við strax ákvörðun um að fara í söfnun fyrir einni,“ sagði Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, önnur af forsvarskonum Spinning- og stöðvaþjálfunar.

Í fréttatilkynningu frá hópnum segir. „Fyrirtæki, félagsamtök og einstaklingar í okkar samheldna samfélagi var ekki lengi að safna fyrir súrefnisvélunum en við ákváðum engu að síður að láta okkar söfnun og innkomu vegna Spinning- og stöðvatíma renna óskipta til nauðsynlegra tækjakaupa á heimilið. Við litum meðal annars á þær gjafir sem Landspítalinn fékk nýverið sem hvatningu fyrir okkur til ná settu markmiði.“

Arnfríður segir að ekki hafi staðið á viðbrögðum samfélagsins því að heildarfjárhæðin hafi safnast á aðeins tveimur sólarhringum í gegnum félagsskapinn og var það fyrir rúmlega tveimur vélum.

„Auk framlags Spinnings- og stöðvaþjálfunar kom Félag eldri borgara á Fáskrúðsfirði með myndarlegt framlag og fjöldi einstaklinga gaf það sem upp á vantaði. Þá er ótalið það sem fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar gáfu til Uppsala beint í kjölfar ákallsins.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.