Góðar horfur með laxgengd í Jökulsá á Dal
Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal var haldinn í Veiðihótelinu í Hálsakoti um helgina. Guðni Guðbergsson fiskilíffræðingur á Veiðimálastofnun flutti athyglsverðan fyrirlestur um lífríki Jöklu og framtíðarhorfur um laxveiði á vatnasvæði hennar.Aðalfundurinn var hefðbundinn aðalfundur þar sem farið var yfir starfið síðasta ár og kynntar áætlanir um yfirstandandi ár. Fram kom að til stendur að gera úttekt á hindrunum fyrir fiskgengd upp Jöklu. Þar virðist aðal hindrunin vera um svokallaðan Stenboga sem er undan Hrúthamraseli í Giljalandi. Undir hann liggur þröng rás með miklu sogi og iðuköstum. Ljóst er þó að lax gekk um steinbogann síðasta sumar, vitað er að hann komst yfir hann vegna þess hve mikið var í ánni vegna úrkomunnar síðasta sumer en ekki er vitað hvort hann gekk undir hann líka.
Fram kom að 12 laxar veiddust fyrir ofan Steinbogann síðasta sumar og 5 í hylnum fyrir neðan hann, en mikið sást af fiski lóna fyrir neðan Steinbogann.
Fram kom að samkvæmt upplýsingum Georgs Pálssonar stöðvarstjóra Fljótsdalsstöðvar Kárahnjæukavirkjunar að Jökla fer á yfirfall að meðaltali um 17. ágúst ár hvert samkvæmt mælingum og rennslislíkunum sem höfð voru til hliðsjónar við hönnun virkjunarinnar.
Við Jökulsána fer fram stöðug leit að nýjum veiðistöðum og veiðistaðir færast til milli ára, ekki er nein veiðihefð í ánni vegna þess hvað veiði er nýtilkomin í ánni.
Fram kom í fróðlegu erindi Guðna Guðbergssonar fiskilíffræðings á Veiðimálastofnun að skilyrði til laxaræktar í Jökulsá eru mun betri en fyrirfram var talið. Austurland hefur aukin heldur ekki bestu skilyrði fyrir laxarækt á landinu af ýmsum ástæðum. Austurland er talið vera bleikjusvæði eftir skilyrðunum sem þar eru fyrir hendi og sagðist Guðni búast við að fljótlega færu að veiðast stórar bleikjur á svæðinu. Bleikjan gerir minnstar kröfur um lífsskilyrði, laxinn mestar og urriðin einhversstaðar þar á milli.
Guðni sagði að helstu ástæðurnar fyrir að lítið hafi verið af laxi í Jöklu fyrir væru þér helstar, að hún hefði verið ein aurugasta á á landinu, með 600 milligrömm af aur í hverjum lítra, þétt pakkaður leirbotn með sandskafna klöpp inn á milli, þörungar engir vegna ljósleysis. Vatnið var semsagt kalt, snautt og vantaði ljós.
Jökla er hins vegar langstæsta laxveiðá á landinu með 3500 ferkílómetra vatnasvæði sem skorið er í sundur af Kárahnjúkastíflu. 110 kílómetrar eru frá stíflu út að ósi og ármót Desjarár sem er innsta þveráin og jöklu eru í um 420 metra hæð yfir sjó. Guðni sagði að Jökla væri hvergi augljóslega ekki fiskgeng.
Fram kom í máli Guðna að á óvart hafi komið hvað rafleiðni í Jöklu og sumum þverám hennar hafi reynst há. Til viðmiðunar þarf lax yfir 60 í rafleiðni, urriði 40-60 og bleikja 20-40.
Rafleiðni í Jöklu reyndist um 100 sem gefur fyrirheit um að þar geti lifað lax og rafleiðni var frá 30 og upp í 70 í þverám hennar. Ljósið nær býsna langt niður í jöklu núna, samt eru mjög djúpir stokkar í henni víða og dæmi eru um að menn sem hafa sett í lax hafi misst út mikla línu beint niður í ána sem er óvenjulegt, ofan í þessa djúpu stokka, sem eru líklega allt milli 30-40 metra djúpir þar sem þeir eru dýpstir.
Guðni sagði Jökulsá á Dal óskrifað blað hvað veiði varðaði og mjög mikilvægt væri að halda vel utanum allar upplýsingar um ána í þessu uppbyggingarferli og sagði að gaman væri að taka þátt í að skrifa þessa sögu frá upphafi.
Guðni sagði að það væri dýrt að rækta upp svona ár, fiskur sem búinn er til á náttúrulegan hátt í ánum kostar ekki neitt. Sleppiseiði eins og notuð eru til að rækta upp laxinn í Jöklu kosta á bilinu 100 til 150 krónur stykkið, þess vegna er hægt að áætla að hver fiskur kosti um 15 þúsund krónur þegar hann kemur aftur upp í ána eftir sleppingu. Meðal lax sem veiddur á Íslandi kostar samkvæmt útreikningum 28 þúsund krónur, miðað við verð veiðileyfa og fjölda veiddra laxa.
Hvað framtíðarhorfur varðar sagði Guðni ,,það skiptir mestu máli hvað Jökla kemur til með að geta framleitt af seiðum sjálf. Yfirfallsvatnið mun verða stór óvissuþáttur fyrir nýtingu. Síðan hefur áin með sér, fallega náttúru við ána, en hún er sumsstaðar óaðgengileg vegna aðstæðna svo sem gljúfra".