Garún skal hún heita
Ný ísbúð sem opnuð var á Reyðarfirði síðasta sunnudag hefur hlotið nafnið Garún. Nafnið varð hlutskarpast eftir kosningu meðal íbúa á Reyðarfirði á Facebook.Upphaflega stóð til að ísbúðin bæri heitið „Shake n‘ Vape“ eða hristingur og smókur. Ísbúðin er staðsett húsinu sem áður hýsti Shell-stöðina á staðnum. Þar hefur rafrettuverslunin Djáknin verið rekin frá í nóvember og vísaði bæði heiti og merki ísbúðarinnar til að hægt væri að fá ís og og rafrettur í sama húsi. Djákninn er þó í sérrými með sérstarfsfólk, eins og krafist er í nýjum lögum um rafrettur.
Foreldrar á Reyðarfirði mótmæltu heitinu og merkinu þar sem þeir töldu að verið væri að nýta það til að markaðssetja rafrettur til ungmenna. Samkvæmt lögum eru auglýsingar og merkingar sem vísa til rafretta bönnuð. Eigandi búðanna hefur ávallt þvertekið fyrir að merkingunum hafi verið ætlað að höfða til ungmenna en endurskoðaði ákvörðun sína eftir mótmælin.