Gekk vel að draga vélarvana bát til hafnar

Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Neskaupstað, Hafbjörg, var kölluð út rétt fyrir klukkan fimm í gær á fyrsta forgangi þegar Eyji NK varð vélarvana rétt utan Norðfjarðar.

Tveir skipverjar voru um borð og amaði ekkert að þeim.

Hafbjörg tók Eyja í tog og kom með hann til hafnar um klukkan sjö í gær.

Þær upplýsingar fengust hjá Landsbjörgu í dag að björgunin hefði gengið vel enda veður hæglátt á Austfjörðum í gær.

Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.