Gestakomur á hjúkrunarheimili og sjúkradeildir bannaðar
Bann við öllum heimsóknum ættingja og annarra gesta, nema í sérstökum undantekningatilfellum, á hjúkrunarheimili og legudeildir á Austurlandi hefur tekið gildi. Bannið gildir uns annað er ákveðið.Ákvörðunin er tekin vegna útbreiðslu kórónaveirunnar Covid-19, en í gær var í fyrsta sinn staðfest að hún hefði smitast innanlands. Í kjölfarið varið lýst yfir neyðarstigi almannavarna.
Íbúar á hjúkrunarheimilum teljast í sérstökum áhættuhópi gagnvart því að sýkjast alvarlega af veirunni.
Hjúkrunarheimilin á er Austurlandi: Sundabúð á Vopnafirði, Dyngja á Egilsstöðum, Fossahlíð á Seyðisfirði, Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsalir á Fáskrúðsfirði auk hjúkrunardeildar í Neskaupstað.
Í tilkynningu kemur fram að jafnframt verði umferð annarra gesta en starfsfólks á vakt, takmörkuð inn á heimilið. Svo sem birgja með vörur, iðnaðarmenn og aðra sem þurfa að koma inn á heimilið til að lágmarka hættu á að íbúar, sjúklingar og starfsfólk smitist.