Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 10% í júní

Gistinóttum á hótelum á Austurlandi fjölgaði um 10% í nýliðnum júnímánuði, samanborið við sama mánuð í fyrra. Þróunin er öfugt eystra miðað við flesta aðra landsfjórðunga.

Þetta kemur fram í bráðabrigðatölum sem Hagstofan sendi frá sér í dag.

Á landsvísu er 5% fækkun á hótelum, 14% fækkun á gistiheimilun en 10,5% fækkun í Airbnb gistingu. Ekki er búið að brjóta niður gistinætur eftir landshlutum fyrir aðra gististaði en hótel enn.

Þeim fjölgar á tveimur landssvæðum, annars vegar á Austurlandi, hins vegar á Norðurlandi þar sem aukningin er 8%. Gistinætur eru enn áberandi fæstar á Austurlandi þegar landshlutarnir eru bornir saman. Mesta fækkunin er á Vesturlandi/Vestfjörðum um 14% og 11% á Suðurnesjum.

Austurland er eina landssvæðið þar sem herbergjanýting hótela eykst milli ára. Herbergin þar eru á móti fæst og fjölgar aðeins um 0,5% á milli ára, sem er það minnsta yfir landið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar