Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 12% í ágústmánuði

Gistinóttum á hótelum á Austurlandi fjölgaði um 12% í ágústmánuði samanborið við sama mánuð árið 2018. Mesta fjölgunin á landsvísu var á Suðurnesjum eða 19%. Á einum stað fækkaði gistinóttum og var það á Vesturlandi og Vestfjörðum.

 

 

Athygli vekur að þrónunin sem á sér stað í ágústmánuði er í takti við það sem var að gerast í sumar, bæði hér fyrir austan sem og annarstaðar á landinu. En heildarfjöldi greiddra gistinátta á Íslandi í ágúst dróst saman um 3% milli 2018 og 2019.

Mesta fækkunin var helst í gistinóttum sem miðlað var gegn um Airbnb eða álika síður. Þar var fækkunin 17%.

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 2% en ef við tökum hótel og gistiheimili saman þá sjáum við fækkun gistinátta um 0,6%. 

Fram kemur á vef hagstofunnar að gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 1.518.000 í ágúst síðastliðnum en um 1.565.000 í sama mánuði í fyrra. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 711.800. 513.400 á hótelum og 198.400 á gistiheimilum. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru um 566.000 og um 240.000 í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar