Skip to main content

Goðar: Það hjálpaði ekki að fá tattú stofu við hliðina

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. maí 2012 17:30Uppfært 08. jan 2016 19:23

Gunnar Pétur Gunnarsson, einn forsvarsmanna vélhjólasamtakanna Goða á Egilsstöðum, segir að fréttir um áhuga glæpahópa sem kenna sig við vélhjól, hafi komið á versta tíma fyrir samtökin þegar þau voru nýbúin að koma sér upp félagsheimili. Nágranninn hafi heldur ekki fegrað ímyndina.

Gunnar Pétur Gunnarsson frá Goðunum

„Við vorum nýkomnir með húsnæði og þegar við vorum að leggja lokahönd á að koma okkur fyrir kemur frétt um skipulagða glæpastarfsemi. Ekki bætti úr skák að tattústofa kom við hliðina á okkur.“

Egilsstaðabúar hrukku nokkuð við þegar drungalegt merki vélhjólasamtaka birtist í glugga við Tjarnargötuna á sama tíma og fréttir bárust af því að vélhjólagengin hefðu áhuga á að koma þar á fót starfsemi sinni.

Goðarnir voru stofnaðir árið 2008 til að auka félagslega virkni austfirskra véláhugamanna. Liður í því var að koma upp félagsheimili. Þar er opið hús á miðvikudagskvöldum.

Atli Vilhelm Hjartarson, formaður Akstursíþróttafélagsins START, segir mikla aukningu hafa orðið í starfinu síðan mótorkrossbraut var reist á Héraði síðasta sumar.

„Við sjáum mikla aukningu hjá ungum þátttakendum, sérstaklega meðal 16-25 ára karlmanna, sem finna sig ekki í öðrum íþróttum. Þeir hrúgast á mótorkrossbrautina.“