Góður gangur í Njarðvíkurskriðum

Góður gangur er í gerð nýs vegar um Njarðvíkurskriður. Útlit er fyrir að verkinu verði lokið á tilsettum tíma í byrjum september.

Jarðvinna hófst í skriðunum í lok nóvember og var unnið fram í miðjan desember að gert var hlé. Aftur var byrjað snemma í janúar en vinnan var slitrótt fram eftir febrúar vegna veðurs.

Fram í apríl var unnið í skeringum og fyllingum sem eru nú langt komnar. Byrjað var á skeringum í Njarðvík seinni hluta apríl og að leggja ræsi í veginn.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni sækist verkið ágætlega og er útlit fyrir að vegurinn verði tilbúinn fyrir 1. september, eins og gert var ráð fyrir í útboði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar