Góður gangur í smíði nýbyggingu Eskju

Góður gangur er í byggingu hinnar nýju frystigeymslu Eskju á Eskifirði. Páll Snorrason framkvæmdastjóri rekstrar- og fjármálasviðs Eskju segir að verkið sé á áætlun og hann reiknar með að hluti af frystiklefunum verði tekinn í notkun um mánaðarmótin september/október.

„Þetta hefur gengið bara frábærlega vel hingað til,“ segir Páll í samtali við Austurfrétt. „Veðurblíðan að undanförnu hefur haft sitt að segja.“

Aðspurður hvort COVID veiran hafi haft einhver áhrifa á verkið hvað starfsmannahald varðar segir Páll ekki svo vera. „Þetta eru íslenskir verktakar sem reisa þessa geymslu fyrir okkur og veiran hefur ekkert tafið framkvæmdir,“ segir hann.

Um 15 til 20 manns vinna að jafnaði daglega að verkinu. Aðalverktakinn er Verkþing frá Hafnarfirði en síðan eru einnig nokkrir undirverktakar sem koma að byggingu frystigeymslunnar. Um er að ræða fyrsta áfangann af þremur upp á 3.200 fermetra. Síðari áfangar verða ákveðnir þegar hafnarframkvæmdum, sem nú standa yfir á Eskifirði, verður lokið.


Mynd: Eskja


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.