Gömlu göngin opnuð fyrir minni bíla
Gömlu Oddsskarðsgöngin voru opnuð fyrir umferð á sjötta tímanum í dag. Norðfjarðargöng eru enn lokuð eftir að grjót hrundir úr lofti þeirra í hádeginu.Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að ekki verði leyfð umferð stórra bíla að svo stöddu.
Að auki er búið að moka og hálkuverja veginn upp Oddsskarð en óskað er eftir að aðeins þeir sem nauðsynlega þurfa að komast á milli fari þar yfir.
Norðfjarðargöng hafa verið lokuð síðan um klukkan hálf eitt í dag þegar hrun varð úr lofti þeirra fyrir um það bil miðju ganganna.
Mynd: Vegagerðin