Gosið á ekki að raska flugi verulega

Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, segir ekki miklar líkur á að flugleiðir lokist skyndilega miðað við þann kraft sem er í eldgosinu í Fimmvörðuhálsi. Flugstjórnamiðstöð Flugstoða stýrir hvar má fljúga og hvað ekki.

 

Eldgosið í Fimmvörðuhálsi. Mynd: GGTalsverð röskun varð á flugi í byrjun vikunnar eftir að eldgosið kom upp í Fimmvörðuhálsi. Á sunnudaginn lagðist allt flug af og frekar tafir urðu á mánudag.

Flugstjónamiðstöð Flugstoða gefur út hvar megi fljúga og hvar ekki. Á meðan menn voru að átta sig á aðstæðum var svæðið takmarkað. „Við gátum því lítið flogið þann dag, nema þá til Akureyrar þegar flugstjórnarmiðstöðin breytti svæðinu sem mátti fljúga á,“ segir Árni um flugið seinasta sunnudag.

Árni segir ekki endilega meiri hættu á að flugleiðin austur lokist heldur en norður þótt gosið sé nær þeirri fyrrnefndu. „Þetta fer mjög eftir vindátt á hverjum tíma og svo aftur öskufalli og hvernig það dreifist. Ég á ekki von á miklum töfum á flugi meðan gosið er eins og það er í dag“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar