Skip to main content

Gróf mismunun: Stapi tekur ekki þátt í fjármögnum Landsspítalans

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. des 2011 21:26Uppfært 08. jan 2016 19:22

stapi_logo.jpgLífeyrissjóðurinn Stapi mun draga til baka þátttöku sína í viljayfirlýsingu um fjármögnun nýs Landsspítala verði staðið við hugmyndir um skattleggja inneignir í sjóðunum. Stjórn sjóðsins telur ekki grundvöll fyrir samvinnu þegar ráðist sé að grundvelli lífeyrissjóðskerfisins.

 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn sjóðsins. Stjórnin mótmælir því „harðlega að sjóðir almenns launafólks séu skattlagðir sérstaklega.“

Skattlagningin er sögð rýra lífréttindi almennings, sérstaklega þeirra tekjulægri „á meðan opinberir starfsmenn, þ.m.t. alþingismenn og ráðherrar, fá þetta bætt með skattfé.

Stjórnin telur ekki forsendur fyrir samstarfi við stjórnvöld um fjármögnun verkefna á sama tíma og ráðist er að grundvelli lífeyrissjóðakerfisins með þessum hætti, svo ekki sé talað um þá grófu mismunun sem í þessu felst.“