Gísli Tryggva oddviti Dögunar í kjördæminu

gisli_tryggvason.jpg
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, er leiðtogaefni Dögunar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Landsfundur hreyfingarinnar fer fram um helgina.

Gísli er fæddur árið 1969, sonur Tryggva Gíslasonar sem lengi var skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Gísli er menntaður lögfræðingur og með framhaldsmenntun í viðskiptum og diplómu í sáttamiðlun.

Gísli gegndi áður ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og sat í stjórnlagaráði. Í dag er hann í varastjórn Skógræktarfélags Kópavogs og framkvæmdaráði Dögunar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar