Guðni Th. vinsælastur meðal Austfirðinga

Yfir 80% kjósenda á Austurlandi velja Guðna Th. Jóhannesson sem næsta forseta. Austfirðingar virðast einnig óánægðari en flestir aðrir með ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar með að bjóða sig ekki fram aftur.


Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Maskína gerði í vikunni en niðurstöður hennar voru birtar í gær.

Þar kemur fram að Guðni Th. njóti stuðnings 83,4% kjósenda á Austurlandi sem er hans langmesta fylgi þar sem á landsvísu mælist hann með 67,2%. Davíð Oddsson fær 13,9% sem er svipað og hann fær á landsvísu og aðrir frambjóðendur eru með 2,7%.

Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir mælast ekki á svæðinu en reynast hins vegar vinsæl þegar spurt er hvern kjósendur vildu helst velja á eftir sem þeir völdu í fyrri spurningu.

Þá fer Andri í 40%, Halla í 28%, Guðni í 17%, Sturla Jónsson í 3,7% og Davíð í 3,1%, sem er hans langversta útkoma í spurningunni.

Marktækur munur er í greiningu Maskínu á milli búsetusvæði. Úrtakið á Austfjörðum er hins vegar mjög lítið, aðeins 25 svarendur af ríflega 840 á landsvísu.

69,4% Austfirðinga eru ánægðir með ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að bjóða sig ekki fram aftur en 21,4% óánægð. Austfirðingar eru því almennt ósáttari en aðrir landsmenn við ákvörðun fráfarandi forseta. Ekki er þó talin marktækur munur á milli búsetusvæða í svörum við spurningunni.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.