Guðrún Þorkelsdóttir komin í skipaflota Eskju – myndir

Eskja á Eskifirði tók í byrjun september á móti nýju skipi sem fengið hefur nafnið Guðrún Þorkelsdóttir. Skipið hefur þegar farið í fjórar veiðiferðir.

Skipið er upphaflega smíðað í Noregi árið 1999 og var gert út frá Bergen undir nafninu Vendla til ársins 2015. Það var þá selt til dótturfélags Brims í Grænlandi og hét Qavak.

Qavak gekk síðan upp í kaupin að hluta þegar grænlenska útgerðin keypti Aðalstein Jónsson af Eski fyrr á árinu.

Skipið er tæp 1800 brúttótonn, 68.1 metrar að lengd og 12,6 metrar að breidd. Skipið landaði síðast á Eskifirði á miðvikudag. Uppistaðan í aflanum voru 1500 tonn af kolmunna.

Með tilkomu Guðrúnar má segja að fjölskyldan sé sameinuð á ný en foreldrar Aðalsteins, stofnanda Eskju, hétu Guðrún Þorkelsdóttir og Jón Kjartansson. Nokkur ár eru hins vegar síðan skip með Guðrúnarnafninu voru í flota fyrirtækisins.

Hjálmar Ingvason er skipstjóri á Guðrúnu Þorkelsdóttur.

Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0002 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0004 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0005 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0006 We
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0008 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0009 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0010 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0012 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0013 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0014 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0015 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0016 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0019 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0021 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0022 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0024 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0025 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0028 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0032 Web
Gudrun Thorkelsdottir Okt17 0035 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.