Gul veðurviðvörun fyrir Austfirði í nótt og á morgun
Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Austfirði í nótt og fram eftir degi á morgun. Gildir viðvörunin frá því kl. 18.00 í dag og fram til kl. 16.00 á morgun.
Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að á þessu tímabili sé spáð talsverðri eða mikilli rigningu. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.