Gul veðurviðvörun fyrir Austurland í nótt

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Austurland að Glettingi í nótt. Gildir viðvörunin frá því klukkan 22 í kvöld og til klukkan 11 á morgun.

Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að á þessu tímabili sé spáð norðan 10-18 m/s, hvassast við ströndina, með snjókomu og skafrenningi og lélegu skyggni. Færð gæti spillist, einkum á fjallvegum.

Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að nú sé snjóþekja á Vatnsskarði eystra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar