Hægt að senda inn úrbótatillögur með lítilli fyrirhöfn

„Þetta snýst um að benda á það sem auðvelt er að laga í umhverfinu og við hvetjum fólk til að leggja til úrbætur sem eru hófsamar og raunsæjar,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, um svokallaðar úrbótagöngur og sérstakan úrbótavef sem opnaður hefur verið. María var í viðtali hjá N4 vegna málsins fyrir skömmu.



Úrbótagöngurnar eru liður í áfangastaðaáætlun Austurlands og er stýrt af Austurbrú í samstarfi við sveitarfélögin. Um skipulagðar göngur er að ræða þar sem fólk skrásetur það sem betur má fara. Tilgangurinn er að bæta ásýnd samfélagsins þannig að upplifun íbúa og gesta verði enn ánægjulegri.

Göngurnar hafa þegar farið fram á sumum stöðum en halda áfram inn í sumarið og fram eftir hausti. Skipulag og tímasetning á úrbótagöngum er í höndum sveitarfélaga en reiknað er með að um árlegan viðburð verði að ræða. Hér má fylgjast með göngunum.

Hægt er að koma með ábendingar og tillögur án þess að fara í úrbótagöngu á úrbótavefnum. „Sumir komast ekki í skipulagða göngu af einhverjum ástæðum. Þess vegna settum við upp þennan vef sem er mjög notendavænn og auðvelt að senda inn tillögur að úrbótum. Fólk getur sett inn tillögur með símanum sínum t.d. í göngutúrnum hvenær sem er. Það von okkar að íbúar Austurlands taki vel á móti þessum vef.”

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.