Hafa áhyggjur af aukinni fíkniefnaneyslu
Lögreglan á Austurlandi hefur tvö fíkniefnamál til rannsóknar eftir síðastliðna helgi. Áhyggjur eru af aukinni neyslu á svæðinu.Í yfirliti lögreglunnar frá nýliðinni helgi kemur fram að fjórtán fíkniefnamál hafi komið upp í umdæminu um síðustu helgi. Flest málanna komu upp á Seyðisfirði þar sem listahátíðin LungA og tónleikar í tengslum við hana voru haldin.
Af þessum tveimur málum eru tvö til frekari rannsóknar en í öðrum tilvikum var um svokölluð neyslumál að ræða.
Í samtali við Austurfrétt segir Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður, að lögreglan á Austurlandi hafi áhyggjur af aukinni fíkniefnaneyslu ungmenna á svæðinu.
Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á Austurlandi síðustu vikur. Rannsókn á máli þar sem karlmaður var særður lífshættulega með hníf í Neskaupstað stendur enn yfir. Hún tekur tíma þar sem málið er nokkuð viðamikið og tíma tekur að greina gögn. Landsréttur staðfesti fyrir helgi gæsluvarðhald yfir meintum árásarmanni til 8. ágúst.