Hafbjörg tvisvar kölluð út vegna strandveiðibáta

Hafbjörg, skip Björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað, hefur það sem af er vikunni sinnt tveimur útköllum vegna strandveiðibáta í vandræðum. Bæði gengu vel fyrir sig.

Fyrra útkallið barst um kvöldmat á mánudag. Þá var bátur í vélarvandræðum um sex mílur austur af Norðfjarðarhorni. Hafbjörg tók bátinn í tog og dró hann til Neskaupstaðar.

Seinna útkallið barst um klukkan sex í morgun. Aftur voru vélarvandræði í bát á svipuðum slóðum sem var einnig dreginn til Neskaupstaðar.

Báðar ferðirnar gengu vel enda veðrið mjög gott. Hvort útkall tók um þrjár klukkustundir.

Á leið inn spegilsléttan Norðfjörðinn í morgun. Mynd: Björgunarsveitin Gerpir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.