Hágæða troll framleidd á Eskifirði
Egersund Ísland á Eskifirði hefur mikla reynslu sviði sölu og gerð veiðarfæra og viðgerða á flottrollum og nótum. Á dögunum seldu þeir makríl- og síldartroll til Færeyja og er þetta í þriðja sinn ser það er gert.
Egersund Ísland hafa aðallega verið að selja troll á Íslandsmarkaði en Christian á Grótinum í Færeyjum keypti fyrst troll frá þeim árið 2015 og 2017 og svo aftur núna.
„Þetta er allt framleitt hérna á Eskifirði og verum við mjög stolt af því og auðvitað hæst ánægð með að Christian sé kaupa þetta líka,“ segir Stefán B. Ingvarsson framkvæmdarstjóri Egersund Ísland.
Þessi tröll eru kölluð1664m troll sem hentar bæði fyrir makríl og síld. Skipin Aðalseteinn Jónsson, Jón Kjartansson og Hákon EA eru öll að nota þetta. „Þeir eru búnir að vera með þessa týpu í langan tíma og hefur gengið mjög vel,“ bætir Stefán við.
Stefán segir að Egersund Ísland sé líka að framleiða stór troll fyrir kolmunna og alla kolmunapoka sem allur íslenski flotinn notar meira en minna.
Á facebook síðu fyrirtækisins segir að framundan hjá þeim sé svo uppsetning kolmunnatrolla og poka, en pokinn sem mest verður framleitt af þessa vertíðina er 50% sterkari en pokarnir sem hafa verið á markaðnum undanfarin ár og bindur fyrirtækið sem og viðskiptavinir vonir við að pokinn muni reynast vel.
Trollframleiðsla í gangi. Myndin er aðsend