Hagnaður Síldarvinnslunnar 21,7 miljónir dollara

Síldarvinnslan h/f á Norðfirði skilar nú í fyrsta sinn ársuppgjöri sínu í dollurum en fyrirtækið hefur tekið upp bandaríkjadollar sem uppgjörsmynt.  Hagnaður fyrir skatta nam 21,7 miljónum usd á árinu 2009 sem jafngildir rúmlega 2,7 miljörðum á gengi dagsins í dag. 

svn_nordfirdi.jpgFram kemur á HEIMASÍÐU Síldarvinnslunnar að ,,Síldarvinnslan skilar nú fyrsta uppgjöri sínu eftir að hafa tekið upp bandaríkjadollar (usd) sem uppgjörsmynt. Hagnaður fyrir skatta nam 21,7 milljón usd á árinu 2009. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, er 35,4 milljónir usd eða 39% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri nam 30,7 milljónum usd og handbært fé frá rekstri 34,9 milljónum usd".

,,Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2009 voru alls 90,3 milljónir usd og rekstrargjöld námu 54,9 milljónum usd. EBITDA var 35,4 milljónir usd. Fjármunatekjur voru 394 þúsund usd og fjármagnsgjöld 4,0 milljónir usd á árinu 2009. Gengistap var 3,1 milljónir usd. Hagnaður samstæðunnar fyrir reiknaða skatta nam 21,7 milljónum usd. Reiknaðir skattar námu 4,8 milljónum usd og var hagnaður ársins því 16,9 milljónir usd".

Efnahagur fyrirtækisins.  ,,Heildareignir samstæðunnar í árslok 2009 voru bókfærðar á 202,6 milljónir usd. Veltufjármunir voru bókfærðir á 62,6. milljónir usd og skuldir og skuldbindingar samstæðunnar námu 131,3 milljónum usd. Eigið fé samstæðunnar í árslok var 71,3 milljónir usd. Í árslok var eiginfjárhlutfall samstæðunnar ríflega 35% og veltufjárhlutfallið var 2,7.

Ennfremur ,,Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. var haldinn þriðjudaginn 30. mars. Stjórn Síldarvinnslunnar hf. lagði til að greiddur yrði arður til hluthafa að upphæð 5.600.000 USD fyrir árið 2009 miðað við kaupgengi Seðlabanka Íslands á aðalfundardegi. Greiðsla arðsins fer fram 9. apríl 2010.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar