Hákon Þorsteinsson skipaður dómstjóri Héraðsdóms Austurlands
Hákon Þorsteinsson hefur verið skipaður í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands. Skipanin tekur gildi frá og með 1. nóvember næstkomandi.Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í dag.
Hákon lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2006, meistaragráðu frá skólanum 2008 og loks viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu árið 2023.
Hann öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2009 og löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali árið 2015. Fyrst eftir nám starfaði hann við lögfræðiráðgjöf hjá fjármálafyrirtæki og lögmaður á lögmannsstofu.
Frá 2010-2018 var hann aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjanes. Eftir það varð hann aðstoðarmaður dómara við Landsrétt og síðan skrifstofustjóri hans árið 2021. Hann hefur tvisvar verið settur héraðsdómari í nokkra mánuði, annars vegar við Héraðsdóm Reykjaness 2014 og síðar dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða sumarið 2012.
Frá haustinu 2021 hefur hann starfað sem lögfræðingur á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu. Þá er talið upp að Hákoni hafi verið prófdómari prófdómari og sinnt stundakennslu í lögfræði á háskólastigi auk þess að starfa fyrir Knattspyrnusamband Íslands.
Hann og Oddur Þorri Viðarsson höfðu áður verið metnir hæfastir í þau tvö embætti héraðsdómara sem nýverið voru auglýst laus, en Oddur Þorri var skipaður við Héraðsdóm Vestfjarða.