Hallarekstur í Safnahúsinu

minjasafn_ljosmyndasyning_mar11_web.jpg
Milljóna tap varð á rekstri bæði Héraðsskjalasafns Austurlands og Minjasafns Austurlands á síðasta ári. 
 

Tapið á rekstri Héraðsskjalasafnsins í fyrra varð 5,3 milljónir króna. Í fundargerð stjórnar safnsins segir að hallareksturinn sé tilkominn vegna lægri tekna en ráð var fyrir gert og aukins kostnaðar, einkum launahækkana.

Tapið af rekstri Minjasafnsins var 3,5 milljónir króna og er það töluvert frávik frá áætlunum. Báðar stofnanirnar eru staðsettar í Safnahúsinu á Egilsstöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.