Skip to main content

Hallarekstur í Safnahúsinu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. júl 2012 23:33Uppfært 08. jan 2016 19:23

minjasafn_ljosmyndasyning_mar11_web.jpg
Milljóna tap varð á rekstri bæði Héraðsskjalasafns Austurlands og Minjasafns Austurlands á síðasta ári. 
 

Tapið á rekstri Héraðsskjalasafnsins í fyrra varð 5,3 milljónir króna. Í fundargerð stjórnar safnsins segir að hallareksturinn sé tilkominn vegna lægri tekna en ráð var fyrir gert og aukins kostnaðar, einkum launahækkana.

Tapið af rekstri Minjasafnsins var 3,5 milljónir króna og er það töluvert frávik frá áætlunum. Báðar stofnanirnar eru staðsettar í Safnahúsinu á Egilsstöðum.