Hannes Bjarna á Austfjörðum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. apr 2012 12:21 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Forsetaframbjóðandinn Hannes Bjarnason verður á ferðinni um Austfirði í dag og á morgun.
Hannes hefur hringferð sína í hádeginu í Egilsbúð, Neskaupstað en verður í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði klukkan 17:00 og á Fjarðarhóteli Reyðarfirði klukkan 20:30.
Morgundagurinn hefst á fundi á Café Sumarlínu á Fáskrúðsfirði klukkan 12:00, á Breiðdalsvík verður hann í Kaupfjelaginu Sólvöllum klukkan fimm en ferðinni lýkur á Hótel Framtíð á Djúpavogi klukkan hálf níu.
Hann ráðgerir að koma aftur austur í byrjun júní.