Hannes er ekki að flytja á Höfn

Hannes Sigmarsson, læknir á Eskifirði, segir ekkert hæft í sögum um að hann sé að flytja á Höfn. Hann segist hafa sótt um læknisstarf sem auglýst hafi verið í Fjarðabyggð.

 

ImageÞetta kemur fram í eftirfarandi yfirlýsingu sem Hannes sendi frá sér í morgun.

„Fyrir hönd fjölskyldunnar á Mel Eskifirði vil ég taka fram eftirfarandi vegna þráláts orðróms um að ég og fjölskylda mín séum flutt á Höfn, taka fram, að þetta á ekki við nein rök að styðjast.  Við búum á Eskifirði sem er í Fjarðabyggð og  munum búa þar áfram. Þess skal getið að ég hef sótt um læknisstarf það sem auglýst var nýlega  í Fjarðabyggð heilsugæslu.

Virðingarfyllst
Fyrir hönd fjölskyldunnar á Mel Eskifirði
Hannes Sigmarsson.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar