Harður árekstur eftir að bíll fór á öfugan vegarhelming

Mildi þykir að engin slys hafi orðið á fólki í hörðum árekstri skammt sunnan við Djúpavog seinni part laugardag. Báðir bílarnir eru gjörónýtir. Annar bíllinn fór á öfugan vegarhelming og virðist ökumaður hans ekki hafa verið með hugann við aksturinn.

Bílarnir tveir skullu saman rétt eftir klukkan fjögur á laugardag ofan við Stekkjarhjáleigu. Aðstæður þar voru hinar bestu, logn, sól, hiti, þurr og beinn vegur, ekkert í umhverfinu sem hindraði sýn að ráði. Bílarnir voru báðir nýlegir.

Í báðum bílunum voru erlendir ferðamenn. Tildrög slyssins eru ekki að fullu staðfest en ljóst er að annar bíllinn fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti framan á hinum af miklum krafti. Áreksturinn var harður og fóru bílarnir báðir út fyrir veginn en hvorugur valt.

Grétar Helgi Geirsson, lögreglumaður frá Fáskrúðsfirði sem var sendur á vettvang, telur það hafa skipt miklu máli. „Meðan bílarnir velta ekki þá virkar öryggisbúnaðurinn í þessum nýju bílum, loftpúðar og beltastrekkjarar,“ segir hann.

Svo virðist sem ökumaður bílsins sem fór á rangan vegarhelming hafi ekki verið með hugann við aksturinn. Mjög alvarleg slys hafa orðið í íslenskri umferð að undanförnu þar sem erlendir ferðamenn fara á rangan vegarhelming.

„Í þessu tilfelli virðist ökumaðurinn hafa verið að fylgjast með einhverju öðru, hvort sem það var eitthvað í umhverfinu eða annað. Það er margt sem glepur í framandi umhverfi.“

Erfitt er fyrir íslensk samgönguyfirvöld að ná til erlendra ferðamanna með áróðri en hægt er að minna heimamenn að vera ávallt á varðbergi, bílar sem koma á móti geta farið á öfugan vegarhelming eða stoppað mjög skyndilega.

En það er síður en svo að skortur á athygli í umferðinni sé eingöngu bundinn við erlenda ferðamenn. „Íslendingarnir eru líka hættulegir. Við sjáum meira af því að ökumenn sem við mætum eru að horfa niður á símann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar