Harma mistök við útnefningu 690 Vopnafjarðar

Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) harmar mistök sem áttu sér stað þegar heimildamyndin 690 Vopnafjörður var fyrst tilnefnd til Edduverðlaunanna á undanþágu en síðan dæmd úr leik.

Þegar tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna 2019 var 690 Vopnafjörður á lista yfir bestu heimildamyndirnar. Nokkrum dögum síðar var tilnefningin afturkölluð og Litla Moskva, um sögu sósíalismans í Neskaupstað, komin í staðinn.

Þessi breyting hefur síðar hlotið harða gagnrýni, meðal annars því engar skýringar fylgdu henni opinberlega.

Eftir því sem Austurfrétt kemst næst snýst málið um frumsýningu 690 Vopnafjarðar. Í Edduna 2019 eru gjaldgengar myndir frumsýndar á Íslandi 2018. Vopnafjarðarmyndin var frumsýnd hérlendis árið 2017 en fyrst sýnd erlendis 2018.

Í tilkynningu frá stjórnar ÍKSA í gær segir að myndinni hafi verið veitt undanþága frá reglum um umsókn um Edduverðlaunin 2019 af formanni akademíunnar, án heimildar stjórnar eða fullnægjandi upplýsingaleitar.

Ákvörðun um tilnefningu Litlu Moskvu í stað 690 Vopnafjarðar er staðfest en stjórn ÍKSA kveðst átta sig á alvarleika málsinsog harma þau mistök sem átt hafi sér stað. Aðstandendur 690 Vopnafjarðar eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Leikstjóri 690 Vopnafjarðar er Karna Sigurðardóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.