Hátíðin Franskir dagar á Fáskrúðsfirði færist til á dagatalinu

Stjórn einnar þekktustu hátíðar Austurlands, Franskra daga á Fáskrúðsfirði, hafa tekið þá ákvörðun að færa hana fram um eina viku eftirleiðis.

Hátíðin, hvers meginhlutverk er að halda á lofti merkri sögu franskra sjómanna á Íslandsmiðum frá fyrri tíð og þá sérstaklega sterkri tengingu við Fáskrúðsfjörð, hefur frá upphafi verið haldin viku fyrir Verslunarmannahelgina ár hvert frá 1996.

Það breytist á næsta ári því Franskir dagar 2025 og eftirleiðis munu fara fram tveimur vikum fyrir Verslunarmannahelgina. Nánar tiltekið 17. til 20. júlí næstkomandi.

Í umsögn stjórnar vegna þessara breytinga kemur fram að í kjölfar hátíðarinnar síðasta sumar hafi meginumræðuefnið verið hvort færa ætti hátíðina til en aðsókn hefur dregist nokkuð saman hin síðari ár og fleiri en færri voru á þeirri skoðun að önnur dagsetning gæti breytt því til betri vegar. Þannig yrðu Franskir dagar í minni samkeppni við þá fjölmörgu aðra viðburði sem gjarnan fara fram vikuna fyrir Verslunarmannahelgina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar