Hátíðisdagur á öllu Austurlandi

Vonir eru bundnar við að ný flugbraut á Norðfjarðarflugvelli auki mjög öryggi í heilbrigðisþjónustuá Austurlandi. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir baráttuna fyrir endurbættri braut hafa verið hagsmunamál alls Austurlands.


„Þetta er hátíðisdagur á öllu Austurlandi, með honum lýkur heilmikilli vegferð sem við sjáum verða að veruleika.

Þetta er neyðarflugvöllur alls Austurlands og þetta er reyndar hagsmunamál landsins alls við að byggja upp góða heilbrigðisþjónustu og lífsgæði um allt land. Það hefur verið yfirskriftin í okkar vinnu, að þetta sé ekki bara fjarðamál heldur landsins alls.“

Þetta sagði Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, við opnun Norðfjarðarflugvallar eftir gagngerar endurbætur á sunnudag.

Áður var malarflugbraut á Norðfirði en hún gat verið ónothæf mánuðum saman, einkum í bleytu. Þar með þurfti að flytja sjúklinga af sjúkrahúsinu í Neskaupstað upp í Egilsstaði í flug en aksturinn við bestu aðstæður tekur tæpan klukkutíma.

Í ágúst í fyrra voru undirritaðir samningar undirritaðir um stuðning Síldarvinnslunnar og Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað við framkvæmdir á vellinum. Malbikun flugvallarins og gerð flughlaðs við flugstöðvarbygginguna kostuðu samanlagt um 140 milljónir. Fjarðabyggð og fyrirtækin lögðu fram helming á móti ríkinu.

Jón Björn sagði að þrátt fyrir skilning og velvild úr ýmsum áttum hefðu framkvæmdin ekki orðið að veruleika án stuðning úr heimabyggð. Jón Björn þakkaði einnig Héraðsverki, aðalframkvæmdaaðilanum, fyrir að leggja sitt af mörkum við að bæta flughlaðinu við.

Jón Björn sagði að lokum hefði stuðningur víða um land gert hugmyndina að veruleika. „Á lokametrunum við gerð fjármála fundum við að þingmenn annarra kjördæma sáu að hér var á ferðinni verkefni sem var ekki gæluverkefni heldur nauðsynlegt austfirsku samfélagi til að styrkja heilbrigðisstofnunina okkar.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.