Aðgerðum heitið vegna hraðaksturs við leikskólann

Til stendur að koma upp hraðahindrunum við leikskólann Dalborg á Eskifirði til að draga úr umferðarhraða. Foreldrar hafa lýst áhyggjum af bæði umferðarhraða og þunga.


Þetta kom fram á íbúafundi á Eskifirði í gærkvöldi. Mikil umferð vörubíla er núna framhjá skólanum en malbiki er keyrt úr Mjóeyrarhöfn í vegi sem liggja í kringum ný Norðfjarðargöng.

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, sagði reyndar að vörubílarnir ættu ekki að fara um Dalbrautina, sem liggur við leiksólann, og hét því að málið yrði tekið upp strax við verktakana.

Í lok apríl sendi foreldrafélag leikskólans bréf til bæjaryfirvalda þar sem því var fagnað að hámarkshraði á Dalbrautinni hefði verið lækkaður í 30 km/klst. Umferð væri hins vegar mikil við skólann og foreldrar hefðu áhyggjur af slysahættu. Því var óskað eftir frekari aðgerðum.

Á fundinum í gærkvöldi var skýrt frá því að hraðahindranir verði á næstu dögum boraðar niður í Dalbrautina við leikskólann.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.